Fótbolti

Real Madrid með augastað á félaga Gylfa hjá Hoffenheim

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Bongarts
Þýski varnarmaðurinn Andreas Beck hefur verið orðaður við spænska stórveldið Real Madrid en Sky Sports segir að Real hafi áhuga á kappanum.

Beck hefur vakið áhuga annarra liða í Evrópu, til að mynda Bayern München, Dortmund og Juventus.

Hann er 23 ára hægri bakvörður sem á að baki níu landsleiki með Þýskalandi en er að vísu fæddur í Rússlandi.

Forráðamenn Real Madrid vilja fá hann til að keppa um stöðu hægri bakvarðar hjá Real Madrid við Sergio Ramos.

Beck er samningsbundinn Hoffenheim til loka næsta tímabils og er talið að félagið ætli sér frekar að selja hann í sumar en að leyfa honum að fara frítt ári síðar. Talið er að hann sé falur fyrir sex milljónir evra.

Gylfi Þór Sigurðsson er á mála hjá Hoffenheim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×