Erlent

Markaðssetja bjór fyrir samkynhneigða

Bjórinn er sérstaklega bruggaður fyrir samkynhneigða.
Bjórinn er sérstaklega bruggaður fyrir samkynhneigða.
Mexíkóskir áfengisframleiðendur hafa bruggað og markaðssett bjór fyrir samkynhneigða. Fyrirtækið hyggst markaðssetja ölið í Mexíkó, Kolumbíu og Japan.

Ölið er með smá hunangskeimi, samkvæmt The Daily Telegraph, en að öðru leytinu til virðist ölið vera eins og hver annar bjór.

Bruggararnir segja samkynhneigða hafa verið afskiptir í áfengisframleiðslunni hingað til og því sé bjórinn sérstaklega bruggaður með þann markhóp í huga.

Þá eru umbúðir flasknanna sérhannaðar með þeim hætti að það er auðveldlega hægt að rífa þær af og líma á föt og nota sem tákn um réttindi samkynhneigðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×