Erlent

Obama í fyrstu opinberu heimsóknina til Bretlands

Obama sækir Bretland heim í maí.
Obama sækir Bretland heim í maí.
Forsetahjónin Barack Obama og eiginkona hans, Michelle, munu koma í sína fyrstu opinberu heimsókn til Bretlands síðan árið 2003. Það var Elísabet drottning sem bauð hjónunum til landsins.

Heimsóknin mun fara fram í maí en hjónin munu dvelja þar í landi í þrjá daga áður en Obama heldur til Frakklands á fund átta stærstu iðnríkjanna.

Obama er sagður hafa fjarlægst það sem kallast sérstakt vinasamband Bretlands og Bandaríkjanna. Því eru Bretar vongóðir um að blása glæður í það gamla samband á meðan á heimsókninni stendur.

Því skal svo haldið til haga að Obama hefur áður sótt Bretland heim, en í þau skipti var ekki um opinberar heimsóknir að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×