Edin Dzeko skoraði tvö mörk á fyrstu 11 mínútunum þegar Manchester City vann 3-0 sigur á Aris Saloniki í seinni leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar en með sigrinum tryggði City-liðið sér leiki á móti Dynamo Kiev í 16 liða úrslitunum.
Edin Dzeko nýtti sér varnarmistök og kom Manchester City í 1-0 á 7. mínútu og skoraði síðan annað mark fjórum mínútum seinna eftir sendingu frá Carlos Tevez. Yaya Touré innsiglaði síðan sigurinn á 75. mínútu.
Dzeko með tvö í öruggum sigri Manchester City
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





„Kominn tími á konu í Formúlu 1“
Formúla 1


„Engin draumastaða“
Handbolti


Sir Alex er enn að vinna titla
Enski boltinn

Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun
Enski boltinn