Erlent

Tala látinna hækkar í Christchurch, gífurlegt eignatjón

Tala látinna í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi er komin í 75 en menn óttast að hún fari í um 300 manns áður en öll kurl eru komin til grafar.

John Key forsætisráðherra landsins hefur lýst yfir neyðarástandi á öllu Nýja Sjálandi í dag vegna ástandsins í Christchurch sem er næststærsta borg landsins.

Ljóst er að gífurlegt eignatjón hefur orðið í borginni en stórir hlutar hennar eru rústir einar eftir jarðskjálftann í gær.

Tugur japanskra námsmanna eru meðal þeirra sem saknað er en talið að þeir séu fastir unduir rústum King´s Education háskólans í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×