Atlanta flytur hergögn fyrir Bandaríkin Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 22. febrúar 2011 18:38 Íslenska flugfélagið Atlanta flýgur með hergögn fyrir bandaríska herinn til Afganistans. Flugmálastjórn Íslands veitti leyfi til flutninganna í samráði við innanríkisráðuneytið. Atlanta flýgur með hergögnin til Afghanistans á vegum bandaríska vöruflutningamiðlarans National Air Cargo en Atlanta hefur umsjón með þrem Boeing 747 vélum National Air Cargo og annast rekstur þeirra. Atlanta er íslenskt félag og fylgir því verklagsreglum sem Flugmálastjórn Íslands staðfestir. Hringurinn sem þessar vélar fljúga hjá Atlanta er oftast frá Frankfurt til Kuwait, þaðan til Afghanistans, og loks til Hong Kong áður en vélarnar snúa aftur til Frankfurt. National Air Cargo er einn af vöruflytjendum bandaríska hersins og annast því oft vopna- og hergagnaflutninga fyrir herinn. Þar sem Atlanta sér um flug félagsins til Afghanistans hefur Atlanta m.a. séð um hergagnaflutning þangað. Með hergögnum er átt við búnað, varahluti, skrifstofugögn, lyf o.fl. en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Atlanta einnig annast vopnaflutninga til Afganistans á vegum National Air Cargo, þetta hefur þó ekki fengist að fullu staðfest. Heimildir fréttastofu herma ennfremur að nokkur leynd hvíli yfir fluginu en Atlanta er gert að fljúga með ýmiskonar varning fyrir National Air Cargo. Þá herma heimildir fréttastofu ennfremur að flugmenn fái ekki alltaf uppgefið hvers eðlis varningurinn er sem þeir flytja um borð í vélum sínum. Atlanta er íslenskt félag og fylgir því verklagsreglum sem Flugmálastjórn Íslands staðfestir. Í samtali við fréttastofu staðfestir upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar að Atlanta hafi heimild til að fljúga með vöruflokk sem nefnist ,,dangerous goods" eða ,,hættulegur varningur", en vopn eru í þeim flokki. Þá fékk Atlanta útgefna sérstaka heimild til hergagnaflutninga um síðustu mánaðarmót en sú heimild var gefin út í samráði við innanríkisáðuneytið. Þetta staðfestir Flugmálastjórn í samtali við fréttastofu. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Íslenska flugfélagið Atlanta flýgur með hergögn fyrir bandaríska herinn til Afganistans. Flugmálastjórn Íslands veitti leyfi til flutninganna í samráði við innanríkisráðuneytið. Atlanta flýgur með hergögnin til Afghanistans á vegum bandaríska vöruflutningamiðlarans National Air Cargo en Atlanta hefur umsjón með þrem Boeing 747 vélum National Air Cargo og annast rekstur þeirra. Atlanta er íslenskt félag og fylgir því verklagsreglum sem Flugmálastjórn Íslands staðfestir. Hringurinn sem þessar vélar fljúga hjá Atlanta er oftast frá Frankfurt til Kuwait, þaðan til Afghanistans, og loks til Hong Kong áður en vélarnar snúa aftur til Frankfurt. National Air Cargo er einn af vöruflytjendum bandaríska hersins og annast því oft vopna- og hergagnaflutninga fyrir herinn. Þar sem Atlanta sér um flug félagsins til Afghanistans hefur Atlanta m.a. séð um hergagnaflutning þangað. Með hergögnum er átt við búnað, varahluti, skrifstofugögn, lyf o.fl. en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Atlanta einnig annast vopnaflutninga til Afganistans á vegum National Air Cargo, þetta hefur þó ekki fengist að fullu staðfest. Heimildir fréttastofu herma ennfremur að nokkur leynd hvíli yfir fluginu en Atlanta er gert að fljúga með ýmiskonar varning fyrir National Air Cargo. Þá herma heimildir fréttastofu ennfremur að flugmenn fái ekki alltaf uppgefið hvers eðlis varningurinn er sem þeir flytja um borð í vélum sínum. Atlanta er íslenskt félag og fylgir því verklagsreglum sem Flugmálastjórn Íslands staðfestir. Í samtali við fréttastofu staðfestir upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar að Atlanta hafi heimild til að fljúga með vöruflokk sem nefnist ,,dangerous goods" eða ,,hættulegur varningur", en vopn eru í þeim flokki. Þá fékk Atlanta útgefna sérstaka heimild til hergagnaflutninga um síðustu mánaðarmót en sú heimild var gefin út í samráði við innanríkisáðuneytið. Þetta staðfestir Flugmálastjórn í samtali við fréttastofu.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira