Erlent

Goðafoss: Norðmenn skjóta sjófugla sem lenda í olíunni

Skjóta þarf fleiri hundruð sjófugla sem lent hafa í olíubaði eftir að Goðafoss strandaði í Oslófirði í síðustu viku. Umhverfisstofnunin í Noregi hefur gefið leyfi fyrir því að þeir fuglar sem lent hafa í olíunni verði skotnir þar sem til þeirra næst.

Starfsmaður stofnunarinnar, Egill Soglo, segir að í gær hafi menn séð um 250 fugla útataða í olíu og segist hann hræddur um að um mun fleiri fugla sé að ræða. Mestmegnis er um að ræða æðarfugl og máva og hafa margir þegar verið skotnir að því er fram kemur í norska ríkisútvarpinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×