Erlent

Samið við íbúa Kristjaníu um framtíð staðarins

Í þessari viku hefjast samningaviðræður milli danskra stjórnvalda og íbúa Kristjaníu í Kaupmannahöfn um framtíð staðarins.

Hæstiréttur Danmerkur kvað upp þann dóm fyrir helgina að Kristjanía ætti að vera á forræði danska ríkisins en ekki íbúanna sjálfra. Komst þar með endanleg niðurstaða í málið eftir áralangar deilur.

Claus Hjort Frederiksen fjármálaráðherra Dana segir að Kristjaníubúar eigi tvo kosti í stöðunni. Þeir fái möguleika á að kaupa íbúðir sínar af ríkinu eða að þeir geti nýtt sér samkomulag frá árinu 2007 um að leigja íbúðir sínar. Leiguverðið myndi samsvara um 1.200 íslenskum krónum á hvern fermeter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×