Erlent

Líbískar öryggissveitir beittu táragasi í Trípólí

Líbískar öryggissveitir notuðu táragas í dag til þess að dreifa mannfjölda sem kom saman að loknum föstudagsbænum í höfuðborginni Trípólí. Fréttamaður BBC sem er á staðnum segir að mótmælendur hafi brennt líbíska fánann til þess að sýna andstöðu við Gaddafí einræðisherra og stjórn hans. Einnig hafa borist fregnir af óeirðum í bænum Zawiya og í Ras Lanuf sem er hafnarbær sem þjónustar olíuflutninga frá landinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×