Erlent

Vegsemd í hafið - misheppnað eldflaugaskot

Eldflaugin Vegsemd.
Eldflaugin Vegsemd.
Geimskot Nasa misheppnaðist í morgun þegar vísindamenn hugðust skjóta gervihnetti á sporbaug sem átti að safna upplýsingum um áhrifavalda á loftslagið.

Eldflaug, sem átti að losna frá flauginni, losnaði ekki sem skyldi sem gerði það að verkum að hún var of þung til þess að ná tilætluðum hraða. Hún koomst því ekki út fyrir himinhvolfið.

Það var sex mínútum eftir skotið sem bilunin varð. Eldflaugin féll til jarðar en talið er að hún hafi fallið í hafið nærri Suðurskautslandinu. Það hefur þó ekki fengist staðfest.

Þetta er í þriðja skiptið sem geimskot misheppnast með þessum hætti síðan 1994. Eldflaugin heitir Glory, eða Vegsemd, eins og það gæti útlagst á íslensku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×