Erlent

Fimm konur skotnar til bana á Fílabeinsströndinni

MYND/AP
Að minnsta kosti fimm konur voru skotnar til bana á Fílabeinsströndinni í dag af stjórnarhermönnum. Konurnar tóku þátt í göngu sem farin var til stuðnings Alassane Outtara sigurvegara forsetakosninganna þar í landi sem fram fóru í nóvember í fyrra. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst Outtara sigurvegara en sitjandi forseti Laurent Gbago neitar að viðurkenna úrslitin og situr sem fastast. Sjónarvottar segja að einkennisklæddir hermenn hafi allt í einu birst og hafið skothríð á gönguna þessum afleiðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×