Erlent

Bretar óttuðust innrás geimvera

Fljúgandi furðuhlutur. Svo það sé á hreinu, þá er myndin úr safni.
Fljúgandi furðuhlutur. Svo það sé á hreinu, þá er myndin úr safni.
Breski herinn var settur í viðbragðsstöðu árið 1967 vegna þess að hann taldi innrás geimvera raunverulega.

Samkvæmt leyniskjölum sem herinn hefur gert opinber síðastliðna mánuði þá fann herinn sex lítil geimskip sem höfðu lent á suður-Englandi.

Hersveitir voru sendar á vettvang, sem bjuggust við hinu versta. Svo kom að því að sprengjusérfræðingur nálgaðist einn hlutinn og opnaði, kom þá í ljós að um flókið gabb verkfræðistúdenta hefði verið að ræða.

Þetta var stærsta hernaðaraðgerð tengd furðuhlutum í Bretlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×