Fótbolti

Birkir skipti um umboðsmann - Solbakken tekur við af Ólafi Garðarssyni

Birkir Bjarnason, leikmaður  íslenska U21- árs landsliðsins í fótbolta, hefur skipt um umboðsmann og mun Jim Solbakken frá Noregi sjá um hans mál í framtíðinni.
Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska U21- árs landsliðsins í fótbolta, hefur skipt um umboðsmann og mun Jim Solbakken frá Noregi sjá um hans mál í framtíðinni. Nordic Photos/Getty Images
Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska U21- árs landsliðsins í fótbolta, hefur skipt um umboðsmann og mun Jim Solbakken frá Noregi sjá um hans mál í framtíðinni. Ólafur Garðarsson hefur verið umboðsmaður Birkis undanfarin misseri.

Samningaviðræður Birkis við Viking í Stavanger hafa enn ekki borið árangur en þar hefur hinn 22 ára gamli leikmaður leikið undanfarin ár. Solbakken segir í viðtali við Aftenbladet í Stavanger að Birkir eigi ekki að semja við Viking en samningur hans rennur út í lok ársins.

Það er ljóst að úrslitakeppni Evrópumeistaramóts U21 árs landsliða sem fram fer í Danmörku verður „sýningargluggi" fyrir Birki en mörg stórlið munu fylgjast grannt með gangi mála á því móti. Birkir er því í ágætri samningsstöðu. „Birkir á góða möguleika á að komast í sterkari deild og ég hef ráðlagt honum að semja ekki við Viking á ný," segir Solbakken.

Viking hefur lagt fram samningstilboð fyrir Birki en þar sem að Solbakken er nýr umboðsmaður leikmannsins er ljóst að félagið þarf að byrja samningaviðræðurnar upp á nýtt. Solbakken segir að hann muni ræða við forsvarsmenn Viking til þess að sjá hvað þeir hafa fram að færa.

„Ég vil fá niðurstöðu fljótlega," bætti Solbakken við.

Birkir hefur leikið vel á undirbúningstímabilinu með Viking og á æfingamóti á La Manga á Spáni skoraði hann þrjú mörk. Hann var markahæsti leikmaður Viking á síðasta tímabili i norsku úrvalsdeildinni ásamt Patrik Ingelsten.

Egil Østenstad, íþróttastjóri Viking, segir að félagið sé tilbúið að teygja sig langt í samningaviðræðunum við Birki. Samkvæmt skattalistanum í Noregi er Birkir með um 16 milljónir kr. í árslaun og segir Østenstad að félagið sé tilbúið að hækka laun hans verulega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×