Erlent

Eigendur síleskrar námu brutu öryggisreglur

Frá björgun námuverkamannanna á síðasta ári.
Frá björgun námuverkamannanna á síðasta ári.
Sílesk þingmannanefnd hafa sakað eigendur námu þar í landi um að hafa brotið öryggisreglur sem varð til þess að 33 námuverkamenn festust 700 metrum neðanjarðar og þurftu að bíða í mánuði áður en þeim var bjargað upp í dagsljósið á ný.

Þingmannanefndin er nokkurskonar rannsóknarnefnd og skilaði inn ítarlegri skýrslu um málið. Nefndin hefur unnið að rannsókn málsins í fimm mánuði. Niðurstaðan var þó ekki einróma hjá nefndinni um það hvar ábyrgðin lægi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×