Erlent

Hraðbankar biluðu - Gátu tekið endalaust út

Hraðbanki. Myndin er úr safni.
Hraðbanki. Myndin er úr safni.
Ástralski bankinn Commonwealth þurfti að loka öllum hraðbönkunum sínum í landinu í gær eftir að tölvukerfið bilaði sem gerði það að verkum að viðskiptavinir gátu tekið endalausan pening út án þess að eiga fyrir honum.

Heilu raðirnar mynduðust fyrir utan nokkra hraðbanka í landinu í gær. Þegar upp komst um tölvuvilluna fór lögreglan á vettvang og minnti fólk á að ef það tæki peninginn mætti það búast við því að verða ákært fyrir þjófnað.

Bankinn ætlar að endurheimta allan peninginn sem var tekinn út, sem voru talsverðar fjárhæðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×