Erlent

Óttast að Gaddafi beiti efnavopnum

Gaddafi.
Gaddafi.
Helstu þjóðarleiðtogar heims eru komnir á fremsta hlunn með að ráðast inn í Líbíu með hervaldi. Meðal annars af ótta við að Gaddafi beiti efnavopnum á þegna sína.

Það var orðið ljóst eftir viðtalið við Muammar Gaddafi í fjölmiðlum þar síðasta kvöld að hann ætlar ekki að gefa landið sitt eftir. Nú eru þjóðarleiðtogar orðnir áhyggjufullir af fregnum um að hann sé vís til þess að beita sinnepsgasi á eigin þegna.

Þannig íhugar David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, alvarlega að styðja hernaðarlega íhlutun, þegar eru tvö bandarísk herskip nærri hafnarborginni Benghazi.

Samkvæmt breska blaðinu The Daily Telegraph óttast breska ríkisstjórnin, sem hefur hingað til átt í viðskiptasambandi við Líbíu, að Gaddafi eigi mikið af efnavopnum. Og miðað við frammistöðu hans í fjölmiðlum undanfarið, þá óttast þeir að hann muni nota vopnin á mótmælendur.

Þá hafa Sameinuðu þjóðirnar þungar áhyggjur af stöðu mála við landamæri Líbíu og Túnis. Þar hírast fjörtíu þúsund sem vilja komst yfir til Túnis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×