Erlent

Fjöldagröf fannst í Mexíkó

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Fjöldagröf fannst í Mexíkó á miðvikudagsmorgninum en í henni voru alls sautján lík. Talið er að fjöldagröfin sé á ábyrgð fíkniefnahringja í landinu sem hafa haldið landsmönnum í heljargreipum ofbeldis síðan árið 2006.

Á síðasta ári fundu mexíkósk yfirvöld þrjár fjöldagrafir í landinu og því ekki um einsdæmi að ræða.

Alls hafa þrjátíu og eitt þúsund manns látist í átökum fíkniefnahringja við hvorn annan og yfirvöld síðan árið 2006. Sumir vilja meina að stríðsástand ríki bókstaflega í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×