Fótbolti

Veh rekinn frá Hamburg

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Veh var rekinn frá Hamburg í dag eftir nokkra mánaða starf.
Veh var rekinn frá Hamburg í dag eftir nokkra mánaða starf. Nordic Photos/Getty Images
Þýska knattspyrnuliðið Hamburg lét í dag þjálfarann Armin Veh taka pokann sinn eftir 6-0 tap gegn Bayern Munich í gær. Aðstoðarþjálfarinn Michael Oenning mun stýra liðinu út leiktíðina.

Tilkynnt var í síðustu viku að Veh myndi hætta með liðið í lok leiktíðar en eftir tapið í gær fengu forráðamenn Hamburgar nóg og ráku þennan fimmtuga Þjóðverja sem tók við liðinu fyrir þessa leiktíð.

„Veh hafði nú þegar tilkynnt brotthvarf frá félaginu í sumar og eftir að hafa litið á árangur liðsins í síðustu tveimur leikjum þá höfum við ákveðið að rifta samstarfinu við Armin Veh,“ sagði í tilkynningu frá Hamburg í dag en liðið er í 8. sæti þýsku bundesligunnar.

Veh hefur áður þjálfað Wolfsburg og Stuttgart en hann var valinn þjálfari ársins í þýsku deildinni árið 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×