Erlent

Eiturslanga slapp úr dýragarði

Mynd úr safni
Mynd úr safni
Íbúar í nágrenni við Bronx dýragarðinn í New York ættu að hafa varann á næstu daga. Egypsk Cobra eiturslanga slapp úr dýragarðinum á föstudaginn og geta bit eftir hana leitt til dauða.

Eiturslöngunnar er nú leitað en hún er ekki nema hálfur metri á lengd. Talsmaður dýragarðsins segir að eftir að starfsmennirnir uppgötvuðu að hún væri horfin hófst mikil leit sem hefur ekki skilað neinum arangri. Talið er að slangan feli sig á einhverjum einangruðum stað, ofan í holum eða á milli veggja. Hvort það er í dýragarðinum eða í nágrenni hans, skal látið ósagt.

Árið 2006 slapp eiturslanga úr höndum eigenda sín í Toronto. Eigandinn þurfti að dúsa í fangelsi í eitt ár og fékk 17 þúsund dollara sekt. Talið var að eiturslangan myndi halda sig á einhverjum heimili í nágrenni við hús eigandans. Hún hefur ekki enn fundist nú 5 árum síðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×