Viðskipti erlent

Tjónið í Japan metið á 35.000 milljarða

Samkvæmt nýju mati japanskra stjórnvalda er tjónið vegna náttúruhamfaranna þar í landi nú metið á allt að 35.000 milljarða kr. eða sem samsvarar landsframleiðslu Íslands í 200 ár.

Í frétt á Reuters um málið segir að inni í þessu mati sé ekki tjón vegna rafmagnsleysis og rafmagnstruflana sem hrjáð hafa japönsku þjóðina frá því að jarðskjálftinn og flóðbylgjan í kjölfarið skullu á landinu né tjónið sem verður vegna kjarnorkuversins í Fukushima.

Samkvæmt matinu er ljóst að um er að ræða versta efnahagsáfall í sögu Japans vegna náttúruhamfara en tjónið vegna jarðskjálftans í Kobe árið 1995 var metið á 11.400 milljarða kr.

Inn í matinu eru skemmdir á vega- og samgöngukerfi landsins, heimilum, fyrirtækjum og opinberum mannvirkjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×