Fótbolti

Bayern München ætlar að spila góðgerðaleik í Japan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Franck Ribery og Mario Gomez fagna marki með Bayern.
Franck Ribery og Mario Gomez fagna marki með Bayern. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Þýska stórliðið Bayern München ætlar að fara til Japans eftir tímabilið og spila góðgerðaleik til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftans og flóðbylgjunnar í Japan.

Bayern vann tvöfalt og komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra en á ekki lengur möguleika á því að vinna titil á núverandi tímabili.

Forráðamenn Bayern eru enn að ræða við japanska knattspyrnusambandið um hvar og hvenær þessi leikur fari fram en hann mun væntanlega fara fram í vikunni 17. til 25. maí.

Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarmaður og fyrrum stjarna Bayern München, segir að félagið sjálft muni borga allan ferðakostnað og uppihald og allur ágóðinn af leiknum fari því til styrktar fórnarlambanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×