Erlent

Hart barist á Fílabeinsströndinni

MYND/AP
Hermenn hliðhollir forsetaframbjóðandanum Alassane Outtara á Fílabeinsströndinni hafa lagt undir sig eina stærstu borg landsins. Miklir bardagar hafa geisað í landinu eftir að sitjandi forseti Laurent Gbagbo neitaði að láta af völdum þrátt fyrir að hafa tapað í kosningum og hefur enn töglin og hagldirnar í stærstu borginni Abidjan.

Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna Úttara sem réttkjörinn forseta og hafa samþykkt að leggja viðskiptaþvinganir á Gbagbo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×