Erlent

Rýmingarsvæðið verði stækkað um helming

MYND/AP
Kjarnorkueftirlitsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa lagt til við japönsk stjórnvöld að þau íhugi alvarlega að stækka öryggissvæðið í kringum kjarnorkuverið í Fukushima og flytja íbúa á brott.

Svæði í 20 kílómetra radíus í kringum verið hefur verið tæmt af fólki en eftirlitsmennirnir segja að geislavirkni mælist yfir hættumörkum í 40 kílómetra fjarlægð frá verinu. Þá hefur geislavirkt joð mælst í sjónum í kringum verið og nýjustu mælingar slá þær fyrri út en virknin er rúmlega fjögurþúsund sinnum meiri en eðlilegt getur talist




Fleiri fréttir

Sjá meira


×