Erlent

Musa Kusa snýr baki við Gaddafí

Utanríkisráðherra Líbíu, Musa Kusa, hefur flúið land og er nú í Bretlandi. Hann segist ekki vilja starfa lengur fyrir einræðisherrann Muammar Gaddafí. Kusa flaug til Túnis þar sem hann var yfirheyrður af breskum hermönnum áður en hann fékk að fara áfram til Bretlands.

Margir fyrrum stuðningsmenn Gaddafís hafa flúið land að undanförnu en þó enginn jafn hátt settur og Kusa. Ekki er ljóst hvort hann hafi sótt formlega um hæli í Bretlandi.

Fregnirnar koma á sama tíma og uppreisnarmenn virðast vera að missa tökin á þeim bæjum sem þeir höfðu náð á sitt vald. Þeir hafa flúið frá olíuhöfninni Ras Lanuf og bæjunum Bin Jawad og Brega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×