Erlent

Russell Brand varð fyrir vonbrigðum með Björgólf

Brand er dyggur West Ham adáandi.
Brand er dyggur West Ham adáandi.
Breski grínleikarinn Russell Brand heldur mikið upp á knattspyrnuliðið West Ham United og í viðtali í breska blaðinu The Sun segist hann vonsvikinn með að Björgólfi Guðmundssyni skyldi ekki takast að rífa liðið upp úr þeirri lægð sem það hefur verið í síðustu ár eftir að hann keypti það. „Þegar við fengum milljarðamæring hrundi allt íslenska bankakerfið stuttu síðar, við erum ekki mjög heppnir með milljarðamæringana okkar,“ segir hann í viðtalinu en í dag er liðið í eigu manna sem efnuðust á sölu kláms.

Hann segist einnig á báðum áttum með ákvörðun eigendanna að flytja liðið á Ólympíuleikvanginn eftir 2012 en nú er liðið á hinum sögufræga Upton Park. „Þetta er örugglega góð viðsktiptaákvörðun, en Upton Parkk er einn af síðustu völlunum þar sem stemmningin er eins og hún var í árdögum fótboltans.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×