Erlent

Gaddafi hafnar vopnahléi

Það hafa verið hörð átök í Líbíu.
Það hafa verið hörð átök í Líbíu.
Að minnsta kosti 10 uppreisnarmenn létu lífið í loftárás bandamanna í Líbíu í gær.  Loftárásin var gerð fyrir mistök en uppreisnarmennirnir höfðu skömmu áður skotið af loftvarnarbyssu loftið.

Herþotur skammt frá svöruðu þá með árás á bílalest þeirra sem var skammt frá bænum Brega og Adjabía þar sem mikil átök hafa geisað undanfarið.

Á sama tíma berast þær fréttir frá höfuðborginni Trípolí að stjórnvöld þar hafa neitað tilboði uppreisnarmanna um vopnahlé. Talsmaður stjórnvalda sagði að hersveitir Gaddafis væru ekki á þeim buxunum að yfirgefa þær borgir sem þær ráða yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×