Fótbolti

Arjen Robben sektaður um 2,5 milljónir kr og fær tveggja leikja bann

Þýska knattspyrnusambandið hefur úrskurðað Arjen Robben leikmann Bayern München í tveggja leikja bann eftir að hann fékk rautt spjald á laugardaginn í leik gegn Nürnberg
Þýska knattspyrnusambandið hefur úrskurðað Arjen Robben leikmann Bayern München í tveggja leikja bann eftir að hann fékk rautt spjald á laugardaginn í leik gegn Nürnberg Nordic Photos/Getty Images
Þýska knattspyrnusambandið hefur úrskurðað Arjen Robben leikmann Bayern München í tveggja leikja bann eftir að hann fékk rautt spjald á laugardaginn í leik gegn Nürnberg. Að auki þarf hollenski landsliðsmaðurinn að greiða  um 2,5 milljónir kr. í sekt eða 15.000 Evrur.

Hinn 27 ára gamli Robben fékk rautt spjald eftir að leiknum var lokið en hann fór til dómarans í leikslok og átti eitthvað vantalað við hann. Hann mun missa af tveimur mikilvægum leikjum hjá Bayern München sem er í harðri baráttum um að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Robben hefur beðist afsökunar á hegðun sinni, en hann missir af leiknum gegn Bayer Leverkusen um næstu helgi og hann verður ekki með gegn Frankfurt.

Bayern er í fjórða sæti deildarinnar með 52 stig eftir 29 leiki, en liðið verður að vera í einu af þremur efstu sætunum til þess að komast í Meistaradeildina á næsta tímabili.

Dortmund er í efsta sæti deildarinnar þegar fimm umferðir eru eftir með 66 stig, Hannover 96 eru í þriðja sæti með 53 sti gog Bayer Leverkusen er í öðru sæti, níu stigum fyrir ofan Bayern München.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×