Enski boltinn

Jose Enrique á leið til Liverpool samkvæmt Phil Thompson

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Jose Enrique, vinstri bakvörður Newcastle
Jose Enrique, vinstri bakvörður Newcastle
Phil Thompson, fyrrverandi aðstoðarþjálfari Liverpool gaf það út í viðtali við norska sjónvarpsstöð að hann hefði heyrt að Jose Enrique, leikmaður Newcastle myndi ganga í raðir Liverpool í sumar.

Thompson sem var aðstoðarþjálfari Liverpool þegar Kenny Dalglish var þjálfari í fyrra skiptið og einnig á tíma Gerald Houllier. Thompson lék einnig með Liverpool í ein þrettán ár.

Jose Enrique er spænskur vinstri bakvörður sem var keyptur frá Villareal sumarið 2007 en átti erfitt uppdráttar fyrsta tímabil sitt í ensku úrvalsdeildinni. Hann féll með Newcastle en kom sterkur til baka og hjálpaði Newcastle að komast upp um deild strax næsta ár.

Hann hefur hrifið marga með frammistöðum sínum þennan vetur en samningur hans klárast næsta sumar.Í myndbandinu hér fyrir ofan er hægt að sjá viðtalið og umræðu um Enrique en talað er um að Liverpool gæti þurft að borga allt að 15 millónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×