Enski boltinn

Kroenke að eignast Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stan Kroenke.
Stan Kroenke.
Samkvæmt heimildum Sky Sports þá er Bandaríkjamaðurinn Stan Kroenke við það að ná yfirtökum í Arsenal. Kroenke er fyrir stærsti einstaki hluthafi félagsins. Kroenke á 29,9 prósent í félaginu og ef hann kaupir tæpt prósent í viðbót þá hefur myndast yfirtökuskylda.

Samkvæmt heimildum Sky þá hefur Kroenke náð samkomulagi við Danny Fizman og lafði Nina Bracewell-Smith um kaup á hlut þeirra í félaginu. Þau eiga bæði 16 prósent.

Næststærsti hluthafinn í Arsenal er Rússinn Alisher Usmanov en hann á yfir 20 prósenta hlut í félaginu rétt eins og Kroenke. Hann virðist vera að tapa slagnum við Kroenke um völdin hjá Arsenal.

Kroenke þekkir það vel að reka íþróttafélög enda á hann NBA-liðið Denver Nuggets, NFL-liðið St. Louis Rams og MLS-liðið Colorado Rapids.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×