Enski boltinn

Bruce: Erum að nálgast fallsvæðið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Steve Bruce er farinn að hafa áhyggjur. Mynd/Getty
Steve Bruce er farinn að hafa áhyggjur. Mynd/Getty
Steve Bruce, framkvæmdarstjóri Sunderland, viðurkennir það að lið hans sé að nálgast fallbaráttuna. Sunderland tapaði í gær fyrir West Bromwich Albion, 3-2, í ensku úrvalsdeildinni.

 

Sunderland hefur ekki unnið leik í síðustu átta umferðum og hafa því fallið niður í 13. sæti deildarinnar. Liðið er nú aðeins sex stigum frá fallsvæðinu en WBA komst upp fyrir Sunderland með sigrinum í gær.

 

„Við erum að ganga í gegnum erfiða tíma,“ sagði Steve Bruce eftir ósigurinn í gær.

 

„Við erum falla hægt og rólega niður í fallsvæðið og verðum að hysja upp um okkur buxurnar“.

 

„Síðastliðna sjö mánuði höfum við verðið eitt af tíu efstu liðunum  og í möguleika á því að komast í Evrópukeppni, en nú er staðan önnur. Liðið þarf að setja sér ný markmið og bregðast skjót við,“ sagði Bruce.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×