Innlent

Fjarðabyggð fær undanþágu vegna gæslu við sundlaugar

Samkvæmt nýju reglugerðinni mega börn ekki fara ein í sund fyrr en þau eru orðin fyllra 10 ára
Samkvæmt nýju reglugerðinni mega börn ekki fara ein í sund fyrr en þau eru orðin fyllra 10 ára Mynd: GVA
Umhverfisráðuneytið hefur veitt Fjarðabyggð undanþágu frá þeirri reglu að gæslumaður í sundlaug sinni ekki afgreiðslustörfum samhliða. Fjarðabyggð óskaði eftir undanþágu frá þessari reglu í sundlaugunum á Eskifirði, Norðfirði og Stöðvarfirði, á þeim tímum þegar aðsókn er sem minnst í laugarnar.

Ráðuneytið veitti hins vegar ekki undanþágu frá reglum um aldursviðmið, en þess er krafist að börn þurfi að vera orðin 10 ára til að fara ein í sund. Fjarðabyggð hafði óskað eftir því að miðað væri við árið sem börnin verða 10 ára en ekki fæðingardaginn, eins og reglugerði segir til um.

Umræddar beiðnir um undaþágur eiga við reglur sem tóku gildi 1. janúar og er ætlað að auka öryggi á sundstöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×