Fótbolti

Einn eitt jafnteflið hjá Lilleström

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björn Bergmann í leik með ÍA árið 2007.
Björn Bergmann í leik með ÍA árið 2007.
Lilleström gerði í kvöld sitt þriðja jafntefli í síðustu fjórum leikjum í norsku úrvalsdeildinni, í þetta sinn gegn Fredrikstad, 1-1.

Stefán Gíslason þurfti reyndar að fara af velli eftir aðeins tíu mínútna leik, væntanlega vegna meiðsla. Björn Bergmann Sigurðarson og Stefán Logi Magnússon voru einnig í byrjunarliði Lilleström og léku allan leikinn.

Fredrikstad komst yfir í leiknum með marki á 68. mínútu en Lilleström jafnaði metin átta mínútum síðar.

Björn Bergmann slapp svo einn í gegnum vörn Fredrikstad þegar skammt var til leiksloka en Vidar Martinsen, varnarmaður Fredrikstad, braut á honum og uppskar beint rautt spjald fyrir.

Strömsgodset er á toppnum í norsku úrvalsdeildinni með tólf stig en Lilleström er í fjórða sætinu með níu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×