Innlent

Kjarasamningar undirritaðir klukkan sex

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefur setið langar vaktir ásamt fleirum í Karphúsinu í dag og undanfarna daga.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefur setið langar vaktir ásamt fleirum í Karphúsinu í dag og undanfarna daga.
Stefnt er að undirritun nýs kjarasamnings hjá ríkissáttasemjara klukkan sex, samkvæmt upplýsingum frá Alþýðusambandi Íslands. Samningamenn hafa setið við fundarhöld í allan dag.

Eins og fram hefur komið gerir samningurinn ráð fyrir um 20 þúsund króna hækkun lágmarkslauna strax. Lágmarkslaun verði síðan komin í um 204 þúsund krónur að þremur árum liðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×