Innlent

Hætt kominn vegna eldsvoða í báti

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Sjómaður á strandveiðibát var hætt kominn þegar það kviknaði í bátnum um hádegisbilið. Hann var þá staddur um tíu sjómílur norðvestur af Gróttu.

Varðskipið Baldur var statt nærri þegar eldurinn kviknaði og kom sjómanninum til aðstoðar. Þá var þyrla landhelgisgæslunnar sett í viðbragðsstöðu. En ekki reyndist þörf á aðstoð þaðan.

Sjómanninum tókst sjálfur að slökkva eldinn en mikill reykur var í bátnum.

Nokkrir bátar frá Landsbjörgu komu einnig til aðstoðar og var strandveiðibáturinn laskaði dreginn til hafnar í Kópavogi.

Mikill viðbúnaður var vegna eldsvoðans en betur fór en á horfðist. Landhelgisgæslan hefur í nægu að snúast en í morgun hafði hún eftirlit með 850 bátum sem eru á veiðum. Þeim fækkaði þó lítillega eftir hádegi, en þá voru um 700 bátar eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×