Innlent

Steingrímur í viðtali við Dow Jones: Krónan hefur þjónað okkur vel

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir í viðtali við Dow Jones fréttaveituna, að Íslendingar séu betur settir utan Evrópusambandsins en innan þess vegna þess að aðild gæti meðal skaðað sjávarútveginn hér á landi.

Hann segir það sennilega þjóna hagsmunum landsins betur að ná öðruvísi samningum og tengslum við ESB en með fullri aðild. „Ég er enn mjög vantrúaður þegar kemur að kostum aðildar.“

Steingrímur bendir á sérstöðu Íslands hvað varðar sjávarútveg og landbúnað, auk fleiri hluta. Þá segir fjármálaráðherra að krónan sé betri kostur en evruaðild enda hafi gjaldmiðillinn „þjónað landinu vel“. Hann segir að veiking krónunnar hafi ekki verið sársaukalaus fyrir landsmenn en þrátt fyrir það hafi hún skapað góð skilyrði fyrir útflutningsgreinarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×