Innlent

Svandís leysir Katrínu af sem menntamálaráðherra

Svandís er nú yfir ráðuneytum menntamála, menningarmála og umhverfismála.
Svandís er nú yfir ráðuneytum menntamála, menningarmála og umhverfismála.
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, leysir af Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, þegar hún fer í fæðingarorlof síðar í þessum mánuði. Þetta var samþykkt á þingflokksfundi Vinstri grænna fyrr í dag.

Katrín mun í fyrsta lagi snúa aftur í október eða nóvember.

Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis greindi frá því þann 20. apríl að mestar líkur væru á því að það kæmi í hlut Svandísar að leysa Katrínu af.

Þannig verður engin endurnýjun í ráðherraliðinu þegar Katrín fer í fæðingarorlof.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×