Innlent

Næstu klukkustundir skipta sköpum í kjaraviðræðunum

Vilhjálmur Egilsson er vongóður og segir viðræðunum miða vel áfram
Vilhjálmur Egilsson er vongóður og segir viðræðunum miða vel áfram
Það ræðst á næstu klukkustundum hvort aðilum vinnumarkaðarins tekst að ná samkomulagi um kjarasamning til næstu þriggja ára og koma þannig í veg fyrir allsherjarverkfall. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir verkfall ávísun á meiri kreppu en nú sé áríðandi að vinna sig út úr kreppunni með atvinnuleiðinni

Samningamenn Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins funduðu í allan gærdag og fram að miðnætti, en forystumenn í verkalýðshreyfingunni sögðu í gær að ef ekki næðust samningar í dag yrði farið að undirbúa boðun allsherjar verkfalls á almennum vinnumarkaði.

Samningamenn settust aftur að samningaborði hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun og sagðist Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í morgun vonast til þess að nú væru menn að fara að ganga frá samningum. það hefði miðað vel áfram.

Vilhjálmur segir menn tala saman á meðan viðræðum miði áfram eins og þær geri nú, eftir að snuðra hljóp á þráðinn fyrir rúmri viku. Að sjálfsögðu greindi menn á en allir vildu finna lausnir.

Hann segir stjórnvöld þegar hafa skilað sínu inn í viðræðurnar en næstu klukkustundir gætu orðið langar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×