Innlent

Rukkuð fyrir leikskólagöld tveggja sona á fimmtugsaldri

Margrét Karlsdóttir verslunarkona á Ísafirði fékk nýlega rukkunarbréf frá Súðarvíkurhreppi vegna vangoldinna leikskólagjalda fyrir syni hennar sem báðir eru á fimmtugsaldri.

Í DV í dag er greint frá þessu og að fleiri hafi fengið slík bréf,  til að mynda rígfullorðnir bændur og veiðihús í hreppnum voru einnig sögð skulda leikskólagjöld. Um er að ræða mistök við innheimtu sem Landsbankinn sér um fyrir hreppinn.

Margrét segist sjálf ekki hafa búið í Súðarvíkurhreppi frá árinu 2002 og synirnir sem hún er sögð skulda leikskólagjöld vegna eru fæddir árið 1963 og 1967 og því all langt um liðið frá því þeir voru á leikskólaaldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×