Innlent

Líf og fjör á sumarveiðunum

Grunnslóðin nánast allt í kring um landið er full af smábátum á veiðum en sumarvertíð þeirra hófst í gær og komu 76 tonn af óslægðum fiski að landi þennan fyrsta dag samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Fiskistofu.

Uppistaðan í aflanum var þorskur.  Hjá Landhelgisgæslunni fengust þær upplýsingar í morgun að á bilinu 480 til fimm hundruð bátar væru á sjó.

Sjómenn láta vel af sér enda bæði gott veður og aflabrögð hafa verið góð þessar fyrstu klukkustundir vertíðarinnar og fiskurinn vænn.

Fjöldi báta er á veiðum við Faxaflóa, Breiðafjörð, úti fyrir Vestfjörðum og fyrir austan land sem og fyrir bæði undan Norður og Suðurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×