Innlent

Verkföll blasi við bjóði SA ekki betur

Björn Snæbjörnsson, formaður SGS.
Björn Snæbjörnsson, formaður SGS.
Formaður Starfsgreinasambandsins segir að ákveða verði tímasetningu verkfalls trax á morgun eða í síðasta lagi á fimmtudag. Ef Samtök atvinnulífsins hafi ekkert nýtt fram að bjóða á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag, blasi verkfallsleiðin við.

Mikill fjöldi verkalýðsfélaga og landssambanda funda í dag hjá Ríkissáttasemjara og ljóst er að komið er að ögurstundu í tilraunum verkalýðsforystunnar og Samtaka atvinnulífsins til að ná kjasasamningum. SA hefur boðið verkalýðshreyfingunni upp á sama samning og drög lágu fyrir um um miðjan apríl. En nú dugar sá samningur verkalýðshreyfingunni ekki lengur. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir þann samning hafa verið mögulegan í kringum 15. apríl.

SA hafi hafnað þeirri leið sem rædd var í lok apríl og forystumenn atvinnulífsins geti ekki reiknað með að verkalýðshreyfingin hlaupi til og skrifi undir samninga þegar það henti Samtökum atvinnulífsins.

Björn og félagar hans í Starfsgreinasambandinu funda með atvinnurekendum hjá Ríkissáttasemjara klukkan þrjú og það er ljóst á orðum hans að tími samningaviðræðna er að renna út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×