Innlent

Rétt viðbrögð að fella björninn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Áhöfn af þyrlu Landhelgisgæslunnar tók þessa mynd af birninum áður en hann var felldur.
Áhöfn af þyrlu Landhelgisgæslunnar tók þessa mynd af birninum áður en hann var felldur.
Mörður Árnason, formaður umhverfisnefndar Alþingis, telur að brugðist hafi verið við af mikilli fagmennsku þegar hvítabjörninn var felldur á Hornströndum í dag. Hann telur að ekki hafi verið unnt að fanga dýrið lifandi.

„Mér sýnist þetta hafa verið rétt ákvörðun og sem betur fer gert af fagmennsku þannig að dýrið kvaldist ekki, sem skiptir máli," segir Mörður. Hann segir það skipta máli að það hafi ekki verið nein groddaralæti í kringum aðgerðirnar. „Það voru engir menn að láta mynda sig með byssur í kringum þetta eða neitt slíkt," segir Mörður. Hann segir að atvik sem þessi séu aldrei skemmtileg, en það hafi verið eins vel að þessu staðið og hægt var í dag.

Mörður Árnason er formaður umhverfisnefndar Alþingis. Mynd/ Auðunn Níelsson.
„Það var engin leið að ná dýrinu til að flytja það aftur eða gera neitt annað með það," segir Mörður. Hann bendir á að hætta sé af hvítabjörnum og björninn hafi verið mjög snar í hreyfingum.

Ekki náðist í Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra við vinnslu þessarar fréttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×