Innlent

Eiríkur og Þorgeir hæfastir í Hæstarétt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eiríkur Tómasson var, ásamt Þorgeiri Örlygssyni, metinn hæfastur. Mynd/ GVA.
Eiríkur Tómasson var, ásamt Þorgeiri Örlygssyni, metinn hæfastur. Mynd/ GVA.
Eiríkur Tómasson og Þorgeir Örlygsson eru hæfastir umsækjenda til að hljóta embætti hæstaréttardómara sem auglýst voru  laus til umsóknar 18. febrúar 2011. Þetta er niðurstaða dómnefndar sem mat hæfni umsækjendanna. Nefndin gerði ekki greinamun á hæfni þeirra tveggja.

Á eftir þeim tveimur komu síðan Benedikt Bogason, Gréta Baldursdóttur, Helgi I. Jónsson og Sigríður Ingvarsdóttir. Ekki var gerður greinamunur á hæfni þeirra fjögurra.

Átta einstaklingar sóttu um embættin þrjú sem auglýst voru laus til  umsóknar, en umsóknarfrestur rann út hinn 14. mars. Tveir umsækjendur drógu umsókn sína til baka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×