Erlent

Þjóðarleiðtogar fagna andláti Osama bin laden

Þjóðarleiðtogar víða um heiminn hafa fagnað því að Osama bin Laden er allur.

David Cameron forsætisráðherra Bretlands segir segir að lát Osama sé mikill léttir fyrir fólk um allan heiminn. Nicolas Sarkozy forseti Frakklands segir að hryðjuverkastarfsemi hafi beðið mikinn ósigur en hinsvegar sé þetta ekki endalok al-Kaída.

Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels segir að lát Osama sé mikill sigur fyrir réttlæti og frelsi og John Key forsætisráðherra Nýja Sjálands segir að enginn vafi leiki á því að heimurinn sé orðinn öruggari staður eftir lát Osama.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×