Erlent

Blóði drifinn ferill Osama bin Laden

Osama bin Laden á að baki litríkan ferill sem helsti hryðjuverkamaður heimsins á undanförnum áratug.

Osama bin Laden fæddist í Riyadh höfuðborg Saudi Arabíu árið 1957. Hann vann upphaflega við fyrirtæki bin Laden fjölskyldunnar sem er umsvifamikill verktaki í landinu.

Í lok áttunda áratugarins á síðustu öld hélt Osama til Afganistan þar sem hann barðist í áratug með uppreisnarmönnum gegn sovéska hernum. Oft á tíðum fjármagnaði hann sjálfur hernaðaraðgerðir sínar gegn Sovétmönnum.

Árið 1989 snéri hann aftur til Saudi Arabíu og hóf að vinna fyrir fjölskyldufyrirtækið. Tveimur árum síðar var hann rekinn úr landi fyrir andstöðu gegn stjórnvöldum.

Osama bin Laden varð svo heimsfrægur sem leiðtogi al-Kaída í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum 11. september árið 2001. Síðan þá hafa Bandaríkjamenn lagt mikla áherslu á að koma honum fyrir kattarnef. Oft munaði mjóu að það tækist í bardögum í Tora Bora fjöllunum í Afganistan eftir innrás Bandaríkjamanna í landið árið 2003.

Síðustu ár hefur verið þrálátur orðrómur um að Osama héldi til í Pakistan þar sem bandarísk sérsveit náði honum og felldi í gærdag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×