Erlent

Vonast til að geta búið til bóluefni gegn HIV

MYND/AP
Nýtt bóluefni verndar apa fyrir SIV veirusmiti og gæti leitt til þess að hægt verði að búa til bóluefni gegn HIV veirunni sem gagnast mönnum. SIV veiran í öpum er lík HIV veirunni sem herjar á menn.

Bandarískir vísindamenn stóðu fyrir rannsókninni en frá henni er greint í nýjasta hefti tímaritsins Nature.

Um helmingur apanna sem fengu bóluefnið smituðust ekki þegar veirunni var sprautað í þá og var bóluefnið virkt þeim öllum, að einum undanskildum, að ári liðnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×