Erlent

Konungur sáttur við forsætisráðherra

Óli Tynes skrifar
Haraldur konungur mun framvegis heiðra hermenn sína.
Haraldur konungur mun framvegis heiðra hermenn sína.
Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs hefur viðurkennt að það hafi verið mistök að fela ekki Haraldi konungi að sæma norska hermenn heiðursmerkjum  á degi uppgjafahermanna um síðustu helgi. Mjög sterk viðbrögð urðu við því þegar norska Dagbladet skýrði frá því að ríkisstjórnin hefði hafnað aðkomu konungs.

 

Stoltenberg hringdi sjálfur í Dagbladet í gærkvöldi til þess að segja að þarna hefðu verið gerð mistök. Hans hátign yrði héðan í frá boðið að afhenda orðurnar. Haraldur konungur var sáttfús og sagði að málinu væri lokið í góðri sátt við forsætisráðherrann. Hermönnunum sem voru heiðraðir yrði boðið til móttöku í höllinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×