Við erum mjög stolt af okkur 27. maí 2011 19:55 Júlía Guðný Hreinsdóttir. Tár féllu og fólk féllst í faðma á þingpöllum í dag þegar Alþingi viðurkenndi íslenska táknmálið sem fyrsta mál. „Við erum mjög stolt af okkur sjálfum," segir ein þeirra sem fagnaði í dag. Yfir 30 ára baráttumál heyrnalausra var samþykkt hér á Alþingi í dag við mikinn fögnuð viðstaddra. Heyrnarlausir fjölmenntu á þingpalla í dag þegar atkvæðagreiðsla um frumvarp menntamálaráðherra um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls fór fram. Mikill fögnuður braust út þegar þingmenn samþykktu lögin samhljóða og greinilega mátti sjá á þeim sem mættir voru að málið skiptir heyrnarlausa miklu máli, en baráttan fyrir viðurkenningu hefur staðið yfir í um 30 ár. „Við stóðum þarna og föðmuðumst og grétum og flest okkar segja að núna loksins er búið að viðurkenna mig sem manneskju með því að viðurkenna íslenska táknmálið. Þannig að við erum mjög stolt af okkur sjálfum," segir Júlía Guðný Hreinsdóttir. Júlía segir táknmálið hafa verið bannað um tíma en það var ákveðið á kennararáðstefnu í Mílanó árið 1880. „Þá leit fólk ekki á þetta sem mál, fólk hélt að þetta væru bendingar og þess vegna átti að kenna heyrnarlausum að tala raddmál. Þetta var svokölluð raddmálsstefna og hún hafði gríðarleg áhrif í samfélögum heyrnarlausra víða um heim. Fyrir þann tíma, 1880, þá höfðu heyrnarlausir menntun og góða vinnu. En eftir það misstu heyrnarlausir vinnu víða um heim," segir Júlía. Og síðan þá hafi þessi barátta staðið yfir. Júlía vill því þakka öllum sem komu að því að lögin voru samþykkt á Alþingi í dag og minnir á að heyrnarlausir ætla að hittast í húsnæði félagsins klukkan átta í kvöld, lyfta glösum og fagna þessum mikilvæga áfanga. Tengdar fréttir Alþingi samþykkti frumvarp um táknmál Alþingi samþykkti í dag lög sem tryggja lagalega stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls í íslensku samfélagi. Heyrnarskertir fjölmenntu á þingpalla í dag og fylgdust með atkvæðagreiðslu um lögin. Í yfir 20 ár hefur þessi viðurkenning verið verið aðal baráttumál Félags heyrnarlausra og skilaði sú barátta loks áþreifanlegum árangri í dag. 27. maí 2011 17:14 Heyrnarlausir ætla að fjölmenna á þingpalla Heyrnarlausir ætla að fjölmenna á þingpalla í dag þegar Alþingi tekur fyrir í þriðju umræðu frumvarp til laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Búist er við atkvæðagreiðslu um málið um klukkan þrjú í dag en þá verður táknmál viðurkennt sem fyrsta mál heyrnarlausra. 27. maí 2011 10:21 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Tár féllu og fólk féllst í faðma á þingpöllum í dag þegar Alþingi viðurkenndi íslenska táknmálið sem fyrsta mál. „Við erum mjög stolt af okkur sjálfum," segir ein þeirra sem fagnaði í dag. Yfir 30 ára baráttumál heyrnalausra var samþykkt hér á Alþingi í dag við mikinn fögnuð viðstaddra. Heyrnarlausir fjölmenntu á þingpalla í dag þegar atkvæðagreiðsla um frumvarp menntamálaráðherra um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls fór fram. Mikill fögnuður braust út þegar þingmenn samþykktu lögin samhljóða og greinilega mátti sjá á þeim sem mættir voru að málið skiptir heyrnarlausa miklu máli, en baráttan fyrir viðurkenningu hefur staðið yfir í um 30 ár. „Við stóðum þarna og föðmuðumst og grétum og flest okkar segja að núna loksins er búið að viðurkenna mig sem manneskju með því að viðurkenna íslenska táknmálið. Þannig að við erum mjög stolt af okkur sjálfum," segir Júlía Guðný Hreinsdóttir. Júlía segir táknmálið hafa verið bannað um tíma en það var ákveðið á kennararáðstefnu í Mílanó árið 1880. „Þá leit fólk ekki á þetta sem mál, fólk hélt að þetta væru bendingar og þess vegna átti að kenna heyrnarlausum að tala raddmál. Þetta var svokölluð raddmálsstefna og hún hafði gríðarleg áhrif í samfélögum heyrnarlausra víða um heim. Fyrir þann tíma, 1880, þá höfðu heyrnarlausir menntun og góða vinnu. En eftir það misstu heyrnarlausir vinnu víða um heim," segir Júlía. Og síðan þá hafi þessi barátta staðið yfir. Júlía vill því þakka öllum sem komu að því að lögin voru samþykkt á Alþingi í dag og minnir á að heyrnarlausir ætla að hittast í húsnæði félagsins klukkan átta í kvöld, lyfta glösum og fagna þessum mikilvæga áfanga.
Tengdar fréttir Alþingi samþykkti frumvarp um táknmál Alþingi samþykkti í dag lög sem tryggja lagalega stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls í íslensku samfélagi. Heyrnarskertir fjölmenntu á þingpalla í dag og fylgdust með atkvæðagreiðslu um lögin. Í yfir 20 ár hefur þessi viðurkenning verið verið aðal baráttumál Félags heyrnarlausra og skilaði sú barátta loks áþreifanlegum árangri í dag. 27. maí 2011 17:14 Heyrnarlausir ætla að fjölmenna á þingpalla Heyrnarlausir ætla að fjölmenna á þingpalla í dag þegar Alþingi tekur fyrir í þriðju umræðu frumvarp til laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Búist er við atkvæðagreiðslu um málið um klukkan þrjú í dag en þá verður táknmál viðurkennt sem fyrsta mál heyrnarlausra. 27. maí 2011 10:21 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Alþingi samþykkti frumvarp um táknmál Alþingi samþykkti í dag lög sem tryggja lagalega stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls í íslensku samfélagi. Heyrnarskertir fjölmenntu á þingpalla í dag og fylgdust með atkvæðagreiðslu um lögin. Í yfir 20 ár hefur þessi viðurkenning verið verið aðal baráttumál Félags heyrnarlausra og skilaði sú barátta loks áþreifanlegum árangri í dag. 27. maí 2011 17:14
Heyrnarlausir ætla að fjölmenna á þingpalla Heyrnarlausir ætla að fjölmenna á þingpalla í dag þegar Alþingi tekur fyrir í þriðju umræðu frumvarp til laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Búist er við atkvæðagreiðslu um málið um klukkan þrjú í dag en þá verður táknmál viðurkennt sem fyrsta mál heyrnarlausra. 27. maí 2011 10:21