Geir vonast til þess að komast til London í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2011 14:45 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, á blaðamannfundi í dag. Mynd/Anton Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var á blaðamannafundi KSÍ í dag þegar Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, tilkynnti hópinn sinn fyrir Danaleikinn. Þetta var væntanlega síðasta verkefni Geirs fyrir KSÍ í þessari viku því hann er á leiðinni til Lundúna þar sem hann verður eftirlitsmaður UEFA á úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Barcelona og Manchester United sem fram fer á Wembley á laugardaginn. Gosið í Grímsvötnum hefur aukið stressið í kringum leikinn og Geir hefur ekki sloppið við það enda talaði hann um það í dag að áhyggjur vegna öskufallsins væru taugatrekkjandi fyrir sig og starfsmenn UEFA sem eru að undirbúa leikinn. Barcelona-liðið flýtti ferð sinni til London um tvo daga og Geir mun einng fara fyrr út en hann hafði skipulagt. Geir hefur þó trú á því að þetta gangi allt upp og muni bara kosta meiri vinnu við undirbúninginn. „UEFA byrjaði að fylgjast með stöðunni á gosinu strax á sunnudaginn og ég hef fylgst með því sem eftirlitsmaður. Í gær var ég síðan í samskiptum við ýmsa aðila sem þurfa að vera nauðsynlega á staðnum til þess að leikurinn geti farið fram en aðallega þó við Barcelona-liðið," sagði Geir Þorsteinsson. „UEFA er að fylgjast mjög náið með stöðunni og vonandi mun þetta bara skapa meiri vinnu. Versta staðan væri að spænsku áhorfendurnir ættu erfitt með að komast til London en UEFA er búið að leggja töluverða vinnu í að undirbúa aðrar leiðir meðal annars í gegnum Ermasundsgöngin. Ég hef ekki trú á öðru en að þetta blessist allt," segir Geir. „Ég er að reyna að komast út og vonast til þess að ég komist í dag. Planið var að ég færi ekki seinna í vikunni en það er flug á eftir og til þess að vera öruggur þá ætla ég að reyna að komast í það," sagði Geir og var rokinn enda í nóg að snúast síðustu klukkutímana fyrir flug. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var á blaðamannafundi KSÍ í dag þegar Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, tilkynnti hópinn sinn fyrir Danaleikinn. Þetta var væntanlega síðasta verkefni Geirs fyrir KSÍ í þessari viku því hann er á leiðinni til Lundúna þar sem hann verður eftirlitsmaður UEFA á úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Barcelona og Manchester United sem fram fer á Wembley á laugardaginn. Gosið í Grímsvötnum hefur aukið stressið í kringum leikinn og Geir hefur ekki sloppið við það enda talaði hann um það í dag að áhyggjur vegna öskufallsins væru taugatrekkjandi fyrir sig og starfsmenn UEFA sem eru að undirbúa leikinn. Barcelona-liðið flýtti ferð sinni til London um tvo daga og Geir mun einng fara fyrr út en hann hafði skipulagt. Geir hefur þó trú á því að þetta gangi allt upp og muni bara kosta meiri vinnu við undirbúninginn. „UEFA byrjaði að fylgjast með stöðunni á gosinu strax á sunnudaginn og ég hef fylgst með því sem eftirlitsmaður. Í gær var ég síðan í samskiptum við ýmsa aðila sem þurfa að vera nauðsynlega á staðnum til þess að leikurinn geti farið fram en aðallega þó við Barcelona-liðið," sagði Geir Þorsteinsson. „UEFA er að fylgjast mjög náið með stöðunni og vonandi mun þetta bara skapa meiri vinnu. Versta staðan væri að spænsku áhorfendurnir ættu erfitt með að komast til London en UEFA er búið að leggja töluverða vinnu í að undirbúa aðrar leiðir meðal annars í gegnum Ermasundsgöngin. Ég hef ekki trú á öðru en að þetta blessist allt," segir Geir. „Ég er að reyna að komast út og vonast til þess að ég komist í dag. Planið var að ég færi ekki seinna í vikunni en það er flug á eftir og til þess að vera öruggur þá ætla ég að reyna að komast í það," sagði Geir og var rokinn enda í nóg að snúast síðustu klukkutímana fyrir flug.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Sjá meira