Fótbolti

Dani Alves: Meiri samstaða í United-liðinu eftir að Ronaldo fór

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daniel Alves og Cristiano Ronaldo.
Daniel Alves og Cristiano Ronaldo. Mynd/Nordic Photos/Getty
Daniel Alves, bakvörður Barcelona, segir að það hafi haft góð áhrif Manchester United liðið að selja Cristiano Ronaldo til Real Madrid. Síðasti leikur Ronaldo fyrir UNited var þegar liðið tapði 2-0 fyrir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2009 en liðin mætast aftur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley á laugardaginn.

„Það er erfiðara að átta sig á þessu Manchester-liði og það er ekki eins fyrirsjáanlegt og þegar þeir voru með Cristiano Ronaldo," sagði Daniel Alves á blaðamannafundi á Nou Camp leikvanginum.

„Það má greinilega sjá að það er meira jafnvægi og meiri samstaða í þessu liði og þeir eru með sterkara lið en fyrir tveimur árum. Þeir eru mörg vopn og með marga frábæra leikmenn," sagði Dani Alves sem var í leikbanni í úrslitaleiknum 2009.

Xavi tók að einhverju leyti undir orð Dani Alves. „Ég veit ekki hvort það sé út af brotthvarfi Cristiano Ronaldo en það er rétt að þetta Manchester-lið vinnur betur sem ein heild. Þeir eru mjög þéttir á vellinum og vilja hafa boltann meira en fyrir tveimur árum," sagði Xavi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×