Alexis Sanchez framherji Udinese hefur komist að samkomulagi um persónuleg kjör við stórlið Barcelona. Að sögn forseta Udinese, Franco Soldati, fær Sanchez jafnvirði tæpra 500 milljóna króna í árslaun. Þetta kemur fram í chileskum fjölmiðlum.
Soldati segir að Udinese og Barcelona eigi enn eftir að semja um kaupverð. Því séu félagsskipti Sanchez alls ekki frágengin. Framherjinn hefur líst yfir áhuga á að ganga til liðs við spænsku meistarana og mun Udinese ekki standa í vegi fyrir því.
Soldati segist ekki reikna með því að félagsskiptin gangi í gegn fyrr en í fyrsta lagi í lok mánaðarins.
Sanchez fór á kostum með Udinese í Serie A á nýafstaðinni leiktíð. Liðið lauk keppni í fjórða sæti og tryggði sér þátttökurétt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta tímabili.
Sanchez semur við Barcelona
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn


United nálgast efri hlutann
Enski boltinn

Merino aftur hetja Arsenal
Enski boltinn

Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær
Enski boltinn

Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ
Körfubolti

Haaland sló enn eitt metið í gær
Fótbolti

Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham
Enski boltinn

